Fréttir2018-12-16T16:49:23+00:00

FRÉTTIR

Vindur í seglin hjá Þingvangi

júní 12, 2018|0 Comments

Undanfarin ár hefur mikið líf verið í vexti Þingvangs, bæði hvað varðar eigin verkefni og framkvæmdir fyrir aðra. Stefnan hefur einnig verið tekin á virka þátttöku í útboðum og þegar eru verkefni í húsi og margt í pípunum.

Í þessu ljósi var upplýsingaflæði fyrirtækisins tekið til ærlegrar endurskoðunar. Þar ber hæst nýja heimasíðu og endurhönnun á kynningarefni Þingvangs. Allt er þetta gert til að láta ásýnd fyrirtækisins endurspegla gæði og metnað Þingvangs og bæta þjónustu við alla viðskiptavini fyrirtækisins.